Ţjóđerniskennd og handbolti.

handballStórkostlegur sigur gegn franska landsliđinu í gćr. Ţađ er alltaf jafn gaman ţegar svona lagađ gerist. Ţvílík samstađa hjá liđinu.

Ţjóđin stendur saman sem aldrei fyrr ţegar svona vel gengur. Mađur fyllist stolti og ţjóđerniskenndin flćđir um líkamann, ef ţađ má orđa ţađ svo.

Á svona stundu ţá hugsa ég alltaf: "Djöfuls vitleysa ađ hćtta ađ ćfa handbolta ţegar ég var unglingur. Ég sem var svo efnilegur."  Ég ţótti gríđarlega efnilegur í vörn, fékk tvisvar sinnum brottvísun í fyrsta leiknum mínum á Legomótinu í Mosfellsbć og rauđa spjaldiđ í ţeim nćsta. En batnandi mönnum er best ađ lifa. Á nćsta móti fékk ég ekki eina brottvísun heldur fékk dćmt vítakast ţegar ég var ađ brjótast í gegnum hina gríđarsterku vörn ÍR strákana. Ađ sjálfsögđu tók ég sjálfur vítakastiđ. Stillti mér upp á vítapunktinn og skaut boltanum efst í hćgra horniđ, ţvílíkt mark! "Nei nei nei alveg rólegur kallinn minn" kallađi dómarinn. "Ekki fyrr en ég flauta." bćtti hann viđ. Jćja, ţetta var hálf vandrćđalegt og setti mig út af laginu. Svo gall flautan og ég dúndrađi boltanum í átt ađ markinu. Markmađurinn átti ekki séns í boltann enda fór hann svo hátt yfir markiđ ađ Lego auglýsingaskiltiđ, sem hékk yfir markinu, hreyfđist úr stađ. En ég var nú bara 10 ára ţegar ţetta átti sér stađ. Wink

Nćstu 4 ár sem ég stundađi handboltann gengu mun betur fyrir sig og ég passađi mig á ţví ađ taka vítaskotin hjá mér til sérstakrar endurskođunar bćtti ţau til muna.

Ţess vegna hugsa ég alltaf ţegar ég horfi á íslenska landsliđiđ í handbolta: "Mađur gćti nú veriđ ţarna. Í ţađ minnsta sem áhorfandi fullur af ţjóđerniskennd.Smile

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband