Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Ný sýn í öryggis-og varnarmálum Íslands

                                                                                                                   skj

Fór í dag á fund í HÍ þar sem Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, flutti erindi um þróun öryggis- og varnarmála.

Fundurinn var áhugaverður og gaman að heyra hvað ráðherran virtist áhugasamur um varnarmálin. Eitt stakk mig þegar hún talaði um mýkta ásýnd friðargæslunnar. Þar sagði hún að þjóðir ættu að einbeita sér að því sem þær væru bestar í. Þá vaknaði sú spurning hjá mér hvort henni þætti störf vopnaðrar friðargæslu og "jeppagengja", eins og hún kallaði það, óviðunandi.

Ef svo er raunin þá er ég mjög ósammála henni. Hún talar um að við eigum að einbeita okkur að því sem við erum best í. Sem dæmi má nefna að íslenskir friðargæsluliðar í Afganistan eru taldir sinna starfi sínu af þvílíkum sóma að stórþjóðir eins og Þýskaland, Holland, Kanada, Noregur og fleiri þjóðir eiga ekki til orð yfir dugnaði, færni og þjálfun íslensku friðargæsluliðanna. Haldin var keppni á milli friðargæsluliðanna og viti menn....að sjálfsögðu unnu Íslendingarnir hina þrautþjálfuðu hermenn frá hinum þjóðunum. Jepparnir sem notaðir eru fara mun lengra og nýtast víst mun betur en búnaður hinna þjóðanna.

Það á ekki að láta heimsku og eiginhagsmuni eins af yfirmönnum liðsins skemma fyrir öllum þeim góðu starfsmönnum sem sinna vopnaðri friðargæslu og "jeppamennsku". Fyrir þá sem átta sig ekki á hvaða heimska yfirmann ég er að tala um þá er ég að tala um gaurinn sem fór inn í borgina til þess að kaupa sér teppi þrátt fyrir að hafa verið varaður því að fara af næsta undirmanni sínum.

Hún talaði um að ekki yrði stofnaður her hér á landi. OG??? Hvernig ætti 300.000 manna þjóð að fara að því að stofna her. Hermál eru einhver dýrasti útgjaldaliður hjá vopnuðum þjóðum þannig að ég skil ekki þessa hræðslu hjá fólki við það að stofna her. Wake up, það mun aldrei gerast.

Svo talaði hún um að fjölga konum í friðargæslunni þannig að þær yrðu til jafns á við karla. Flott mál. Ef einhver nennir að standa í þessu friðargæslustússi þá er það fínt. Því ekki nenni ég því.

Og leyniskjölin. Hún talaði um að hún hefði létt leynd af viðaukum við varnarsamningin frá því 1951. Það fór kliður um salinn þegar hún sagði frá þessu og mér rann kalt á milli skins og hörunds. Ég hélt um stund að ég væri að verða vitni að mikilli uppljóstran. En nei í spurningatímanum sagði ráðherrann einfaldlega: "Þetta er ekki eins juicy og þið haldið" og allir hlógu með.

Sem sagt ágætis fundur.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband